á endalausu ferðalagi...
föstudagur, nóvember 10, 2006
Þá er lífið farið að vera bara eins og venjulega. Hrönn og Sigurjón eru farinn heim og Gústi kominn í skólann. Það er lokahóf í fótboltanum á morgun svo ég veit ekki hverssu mikið ég sé hann á morgun. Það er bara að það verði gaman hjá honum á morgun. Það er allavega mikil stemmning hjá þeim strákum fyrir morgundeginum.
En að öðru. Ég datt í dag niður á þátt á dr 1 um lesblindu í danmörku. Ég ætlaði að fara slökkva á sjónvarpinu en ákvað að horfa á þetta og svo slökkva. Ég sat sem sé og hlustaði á fólkið tala um sín vandamál sem voru bara svo svipuð og mín að það lá við að ég hefði svarað þeim (veit samt alveg að fólkið í sjónvarpinu getur ekki heyrt í mér). Ég hef aldrei séð þátt um þetta efni áður. Það var talað við leikara sem átti erftitt með að halda sig við handritið, hún vildi alltaf bæta við setningum, það var líka talað við mann sem er mikið í sjónvarpinu, æ man nú ekki hvað hann gerði en hann er með háskólapróf og ritara. Hann sendir ekkert frá sér nema að ritarinn hans fari yfir það fyrst. Það var bara svo gaman að hlusta og horfa á þau og þeirra vandamál. Það er til dæmis til skóli fyrir lesblinda ordblindskolen. Þar læra danir dönsku. Þannig að fólk eigi auðveldara með að lesa það sem það er að skrifa. Gæti trúað að ég ætti erindi í svoleiðis skóla og læra íslensku. Allavega þá held ég að ef það væru einhverjir nýjir að reyna lesa bullið mitt þá gæti það stundum verið erfitt, hinir eru orðnir vanir þessu!!

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.